Kanslari Bretlands…

6. mars 2010

Það var rétt að ráðast inn í Írak segir Brown.

GorDon Brown, Kanslari Bretlands hélt fast við það að það hefði verið rétt ákvörðun að gera innrás í Írak og steypa Saddam Hussein af stóli.

Brown var þó aðeins fjármálaráðherra þegar innrásin var gerð.

Hann bar í dag vitni fyrir nefnd sem er að rannsaka aðdraganda árásarinnar og hvað gerðist í kjölfar hennar.

Forsætisráðherrann viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð bæði í Washington og Lundúnum. Hann skaut þó skuldinni á Bandaríkjamenn um hin grimmu átök sem staðið hafa síðan Saddam var steypt.

Ekki benda á mig.

Flugstoðir.
Heildarlaun flugumferðastjóra er aðeins tæp milljón,
svo það er sannarlega kominn tími á verulegar kauphækkanir,
enda hefur flest allt hækkað svo mikið fyrir flugumferðastjóra.

Heildarlaun flugumferðarstjóra eru ríflega 900.000 þúsund krónur á mánuði að meðaltali en ekki 550-630 þúsund eins og kemur fram í Morgunblaðinu fimmtudaginn 4. mars, þetta kemur fram í tilkynningu sem Flugstoðir sendu frá sér vegna frétta um launakostnað flugumferðastjóra.

Í Fréttablaðinu þann 24. febrúar sl. er haft eftir formanni samninganefndar FÍF að byrjunarlaun flugumferðarstóra séu 300 þúsund krónur á mánuði og þar ofaná reiknist vaktaálag.

Í sömu frétt kom fram að 59 ára flugumferðarstjóri gæti verið með 570 þúsund krónur fyrir dagvinnu.

Flugstoðir árétta að laun flugumferðarstjóra eru alltaf samsett úr föstum grunnlaunum og föstu vaktaálagi og því misvísandi að tala um grunnlaun í þessu sambandi.

Þá segir í tilkynningunni að hið rétta er að laun án yfirvinu eða annarra aukagreiðslna hjá 59 ára gömlum flugumferðarstjóra eru rúmlega kr. 800.000.

Svo segir í lok tilkynningarinnar: „Það er ekki venja Flugstoða að fjalla um laun starfsmanna sinna en vegna misvísandi upplýsinga sem birst hafa í fjölmiðlum að undanförnu sér fyrirtækið sig knúið að leiðrétta þessar rangfærslur.”

Flugumferðastjórar og Flugstoðir eiga í kjaraviðræðum en flugumferðastjórar felldu kjarasamning á dögunum og stefna því að óbreyttu á verkfall sem hefst 10. mars.

Jú, við erum með sterka samnings stöðu og gætum ollið miklu tjóni svo það er betra fyrir alla aðila að samþykkja okkar kröfur strax…

Matur hvað?

4. mars 2010

Fólk lifir í góðan tíma með aðgang að vatni!
—————————

Færri fjölskyldur eiga fyrir mat.

Sífellt færri eiga fyrir mat og þurfa á aðstoð hjálparsamtaka að halda. Allt að helmingsaukning hefur orðið hjá nokkrum þeirra á einu ári. Eitt þeirra skoðar að draga úr matarúthlutun.

Síðustu ár hefur myndast biðröð við húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands á hverjum miðvikudegi þegar mat hefur verið úthlutað til þeirra sem þurfa. Um áramótin tók röðin að lengjast. Nú er svo komið að samtökin skoða hvort þau þurfi að fækka úthlutunardögum um einn í hverjum mánuði, og hætta þá úthlutun fyrsta miðvikudag í mánuði, til að fjármagn samtakanna dugi út árið.

Auk Fjölskylduhjálpar úthluta Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur reglulega mat. Á báðum stöðum fjölgaði umsækjendum eftir áramótin.

Hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur sóttu um fimmhundruð á viku að jafnaði um mataraðstoð í febrúar. Það er helmingi meira en á sama tíma í fyrra.

Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar hafa menn áhyggjur af ástandinu. Meðal annars hefur verið brugðist við með því að breyta úthlutunarreglum á þann hátt fólk þarf að skila inn yfirliti yfir útgjöld og tekjur eftir fyrstu komu. Þetta er gert til að meta betur í hvaða stöðu fólk er þegar tekin er ákvörðun um hvort að veita skuli aðstoð. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir ljóst að næstu tvö ár geti orðið erfið.

Djö. kemur skýrslan til með að líta vel út.

Með hálfa milljón frá Baugi
Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fékk hálfa milljón frá Baugi, fyrirtæki Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í prófkjöri fyrir alþingiskosningarnar árið 2007.

Þetta er upplýst í Fréttablaðinu í dag.
Alls fékk Ragnheiður fjórar milljónir og 250 þúsund krónur í styrki frá fyrirtækjum og einstaklingum í prófkjörsbaráttunni.

Hæsti styrkurinn var frá Baugi.

Blaðið segir að Ragnheiði beri ekki skylda til að greina frá þessu, en hún hafi gert það til að koma í veg fyrir að leynd um framlög til hennar verði til að draga úr trausti á setu hennar í nefnd sem á að bregðast við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Ragnheiður sendi upplýsingarnar til Ríkisendurskoðunar, en hefur ekki sent þær öðrum fjölmiðlum en Fréttablaðinu sem bað um þær eftir að Ríkisendurskoðun benti á að lögbundin skylda stofnunarinnar til að birta slíkar upplýsingar hafi runnið út um síðustu áramót.

Jú hún varð, en samt svo sætt……já.

Ætlaði í brjóstastækkun en vaknaði upp með fjögur brjóst

47 ára gömul kona, María, er búinn að stefna lýtalækninum Keith Berman fyrir hrikaleg læknamistök. Maria fór í brjóstastækkun árið 2003 með það að markmiði að stækka brjóstin sín upp í skálar númer 36 C.

Hún vaknaði hinsvegar með fjögur brjóst.

En að fækka brjóstum strax, nei - njóta smá… í 7 ár,
og þá, hmm, ó ekki eftir neinu að bíða EN bíðum smá…

Hún vill fá fimm milljónir dollara í skaðabætur enda hafa brjóstin fjögur farið illa í eiginmanninn hennar sem skildi við hana í kjölfarið eftir að hún neitaði ítrekað að afklæðast fyrir hann. Þá hafa brjóstin minnkað sjálfsálit hennar auk þess sem hún upplifir sig sem niðurlægða konu.

Það var New York Post sem greindi frá málinu í dag en samkvæmt fréttinni þá var málið tekið fyrir á mánudaginn.
Lögmaður Mariu segir læknamistökin óafsakanleg og í raun fullkomlega óskiljanleg.

_________________________________________

Bretar ætla sjálfir að sjá um Argentínu sem og Ísland.

Bretar hafa afþakkað milligöngu Bandaríkjamanna í hinni nýju deilu
við Argentínu um yfirráð yfir Falklandseyjum.

Talsmaður Gordons Brown forsætisráðherra sagði að engin þörf væri fyrir beina þáttöku Bandaríkjanna við lausn málsins.

Falaklandseyjar eru um 260 sjómílur undan ströndum Argentínu en Bretar hafa ráðið þeim síðan 1833. Árið 1982 hertóku Argentínumenn eyjarnar en breskur floti hrakti þá á brott.

Ástæðan fyrir því að deilan hefur nú blossað upp á ný er sú að Bretar eru að hefja olíuborun norðan af eyjunum.

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú í heimsókn í Argentínu. Hún sagði á blaðamannafundi í gær að hún teldi deilendur fullfæra um að leysa málið sín á milli.

Ef hinsvegar Bandaríkin gætu á einhvern hátt veitt aðstoð væru þau reiðubúin til þess.

Gordon Brown hefur nú sagt nei takk.

Að vísu vildu Bandaríkjamenn ekki veita Íslendingum neinn stuðning
þegar eftir því var leitað nýlega í smærri deilu . . .

Fábjánar.

3. mars 2010

“Aþena og Sparta”…..pínlegt og sorglegt á að hlusta.

Þeir sem eru á móti því að ríkið greiði listamannalaun eru fábjánar, sagði Þráinn Bertelsson þingmaður í Bítinu á Bylgjunni. Þetta sagði hann í tilefni af því að netkönnun sem gerð var á Vísi bendir til þess að mikill meirihluti er á móti því að ríkið greiði listamannalaun. 1183 tóku þátt í könnuninni. Um 80% sögðust vera á móti því að ríkið greiddi listamannalaun.

Þráinn sagði að það væru miklu meira en 1100 fábjánar á landinu. „Það eru svona um það bil 5% af þjóðinni fábjánar. Það er miklu meira en 1100,” sagði Þráinn.

Upp hófust nokkuð skörp orðaskipti á milli Þráins Steinssonar tæknimanns á Bylgjunni og Þráins Bertelssonar eftir að sá síðarnefndi lét þessi orð falla. Þau fara hér eftir.

ÞS: Og þeir eru flestir á listamannalaunum?

ÞB: Veistu mér þykir sumt bara sem sagt er ekki vera svaravert -

ÞS: ég skil ekki hvernig þú getur sagt svona

ÞB: Ég held að þú ættir að einbeita þér að því að stjórna tökkunum þarna heldur en að vera að blanda þér í umræðuna þarna

ÞS: Sem ég hef greinilega ekkert vit á?

ÞB: Hún er á plani fyrir ofan höfuðið á þér

ÞS: það er alveg ljóst.

Já … ég held að ég ræði þetta ekkert nánar,
enda sennilega nokkrum plönum fyrir ofan minn haus…

BjörgÚlfarnir.

2. mars 2010

EF Kosið Verður um RÍKISÁBYRGÐ á BjörgÚlfana og co. þ.e. IceSafe
þá að Sjálfsögðu höfnum við því = x NEI.
(þrátt fyrir nýtt bull frá “AGS” genginu, það bara styrkir Ísland)

Guðmundur Óli Scheving bloggar og segir:
“Að fella Icesave-lögin frá því í jan 2010, eru mistök”.
Því miður eru nokkrir sammála honum en þeir eru ekki margir.

Þvílíkt bull og helv. vitleysa … og Burt með AGS … LOKSINS
vöknuðu nokkrir þingmenn og fóru að nota sellurnar til annars
en að þiggja launin… (konur eru líka menn:)

Mar hefði frekar búist við svona fréttum:
- Einn þjófur skotinn - 193 handteknir.-

En nei, það breytist EKKERT hér í þessu spillta landi hjá okkur!
Fyrr en … jamm, rúður brotna. Það dugar ekki til - Jóhanna
er alveg máttlaus - svikin loforð, og hún og jáherrararnir eru
úti á túni í einkverjum þykjustu leik, fjarri raunveruleikanum.

OG flestir MilljarðaÞjófarnir mega vel við una … enn sem komið er.

Múgurinn, hann má halda áfram að læra norskuna.

Sjónvarpsmaður ársins

27. febrúar 2010

Pétur Jóhann Sigfússon var valinn sjónvarpsmaður ársins
af hlustendum Bylgjunnar.

Pétur var valinn úr hópi 10 manna sem tilnefndir höfðu verið,
en kosið var á Vísi…jamm allir elska Pétur, og ég líka…
þótt ég hafi kosið Gúrúinn okkkar hann Egil Helga…já…
ég næstum því skammast mín… :~)

En í mínum huga var þetta á milli þeirra tveggja, það er gleði og þunglyndi . . .

Til hamingju Pétur. Þú ert flottur, flottastur… Egill hvað?

How low can we go ?

27. febrúar 2010

Fimm menn á aldrinum 20 til 22 ára hafa verið ákærðir fyrir hrottalega árás á rúmlega þrítugan mann í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir ári.

Bíddu…fyrir ári ? - Já… lestu áfram…

“Samkvæmt ákærunni réðust fjórir mannanna á fórnarlambið, slógu hann ítrekað í höfuðið og víðs vegar um líkamann með hnefum og borðfótum úr stáli. Sá fimmti barði manninn í kviðinn á meðan.

Einn þeirra settist í kjölfarið ofan á manninn, sló hann ítrekað og tók hann kverkataki þannig að maðurinn var að lokum við það að missa meðvitund. Að því loknu var manninum kastað niður af fjögurra metra háum svölum og lenti á hellulagðri gangstétt fyrir utan. Þá réðust tveir mannanna að honum þar sem hann lá meðvitundarlítill á götunni og spörkuðu ítrekað í hann.

Fórnarlambið hlaut nefbrot, opið sár á höfði, samfallsbrot á lendarlið, brotnar tennur og aðra áverka víðs vegar um líkamann.

Þrír mannanna tóku afstöðu til sakarefnisins við þingfestinguna í gær. Þeir játuðu barsmíðarnar að einhverju marki, en neituðu að hafa beitt borðfótum. Þeir, sem gefið er að sök að hafa tekið manninn kverkataki og kastað honum fram af svölunum, neituðu því staðfastlega. Hinir tóku sér frest til að fara yfir málið með verjendum.

Allir mennirnir búa í Vogum og höfðu einhverjir þeirra, þegar árásin varð, átt í illdeilum við fórnarlambið um nokkurt skeið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hafði hann að þeirra sögn tekið bíl eins þeirra ófrjálsri hendi, auk þess sem kvennamál höfðu valdið sundurlyndi.

Einn árásarmannanna fullyrðir að fórnarlambið hafi reynt að kýla sig í samkvæmi fyrr um kvöldið en ekkert liggur því til sönnunar.

Enginn mannanna á mikla afbrotasögu að baki.”
stigur@frettabladid.is
_______________

Svona framkoma er mjög sjúkleg…engin samúð etc.
vantar eittkvað mikið í heilann á þessum híenum …

Þetta er viðbjóður sem og allt ofbeldi - þar með talið nauðgun.

Af hverju eru þessi mál svona svifasein í kerfinu okkar?

Eru Dómararnir kannski að berja, nauðga og fremja sifjaspell sjálfir?

Þeir eru jú mannfólk líka . . . Ok, þetta er víst að skána hjá dómstólunum…

Ef kona f.x. stelur naglalakki úr verslun þá handtekur LG hana…

En hænan gaggar… nei ok þetta er komið út fyrir þemað …

hmmm …

Skynsemismörk og Hr.Svavarsdóttir.

Þetta er jú svipað og að segja að rafmagsnlína á Reykjanesskaga þurfi að fara í lítaaðgerð…
Sagð´ann og hallaði sér aftur……

Þessi eiðimörk… jú hún er flott þ.e. mörkin, en þessi ofstopi hjálpar xD extra mikið,
ég hefði viljað sjá þá lengur í stjórnarandstöðu… en eins og almenningur talar núna
þá verður hrunaflokkurinn kominn aftur í stólana sína fyrr en varir . . . . . . h.f.f…

————–

Virkjana á Hengilssvæðinu gætu beðið sömu örlög og virkjana í neðri Þjórsá, en í forystusveit Vinstri grænna er fullyrt að skipulagsferli þeirra sé ólöglegt. Bæjarstjóri Ölfuss segir afstöðu Vinstri grænna það sorglegasta á ferlinum.

Tæpum mánuði eftir að Hr. Svavarsdóttir umhverfisráðherra stöðvaði virkjanir í neðri Þjórsá, með því að neita að staðfesta aðalskipulag, benda tveir aðrir áhrifamenn Vinstri grænna á að samskonar rök kunni að gilda um virkjanir á Hengilssvæðinu.

Sem sagt mútur, það er: “Landsvirkjun greiddi fyrir skipulagsvinnu við Þjórsá og Orkuveita Reykjavíkur hafi “keypt sér skipulag fyrir virkjanir á Hengilssvæðinu”.

“Ég held bara að fólk sé komið langt langt út fyrir skynsemismörk í þessu,” segir Ólafur Áki.

Bæjarstjórinn kveðst undrast markmið forystumanna Vinstri grænna á sama tíma og sveitarstjórnarmenn séu að reyna að byggja upp atvinnulífð. Hann segir þingmenn og framkvæmdastjóra Vinstri grænna rífa niður það sem verið sé að reyna að vinna og brjóta á bak aftur fólk sem sé að reyna að standa á bak við atvinnuuppbyggingu í landinu og snúa hjólum atvinnulífsins við.

“Þetta er nú svona það sorglegasta sem maður hefur orðið vitni að síðan ég byrjaði í sveitarstjórnarmálum fyrir 24 árum,” segir Ólafur Áki.
———-
En þetta er jú nú ekkert nýtt!