Eignir gufa upp í miðri rannsókn.

Stefán Skjaldarson skattrannsóknarstjóri segir að eignir upp á hundruð miljóna króna hafi gufað upp á meðan á skattrannsókn á eigendum þeirra fór fram.

Kyrrsetningu verði beitt í tugum mála strax og slík lög verði samþykkt á Alþingi.

Til stendur að afgreiða lagafrumvarpið úr þingnefnd í dag og vonast stjórnvöld til að lögin verði afgreidd sem fyrst á þinginu. Stefán segir að kyrrsetningarheimildinni verði aðeins beitt í stærri málum og að henni verði ekki beitt í offorsi.

frettir@ruv.is
——————————

Sáu menn þetta virkilega ekki fyrir?

Sennilega er þetta liður í fjórflokka samtryggingar plottinu!!!

Silfur Egils

14. mars 2010

Silfrið þyrfti að hafa skyldu áhorf um þessar mundir…

Laun og Þannig Fólk.

11. mars 2010

Lítið svigrúm til launahækkana?

Félag flugumferðastjóra hefur aflýst verkfalli sem átti að hefjast klukkan sjö í fyrramálið. Fulltrúi þeirra tilkynnti Samgönguráðherra þetta um klukkan sjö í kvöld.

Áður hafði verið upplýst að ríkisstjórnin hefði komið sér saman í dag um að lög yrðu sett á verkfallið.

Til stóð að Alþingi kæmi saman klukkan hálfátta í kvöld og samþykkja lögin.

Þar með er ljóst að hvorki verður verkfall á morgun eða á mánudaginn.

——–

Flugumferðarstjórn, Loftur og Frábær tímasetning réðu hér mestu…

Skylur fólk ekki hvað allar nauðsynjar og annar óþarfi hefur hækkað mikið fyrir flugumferðastjóra?

Fólk með 150 Þ. Kr. á mán. þarf sko ekki að hvarta, enda hefur það aldrey kynst neinum lúxus svo fallið er ekki hátt fyrir “þannig fólk”, en býðum og sjáum til . . .

Björgólfur Thor fallinn af lista Forbes yfir ríkustu menn heims.

Einn þekktasti útrásarvíkingur Íslendinga, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki lengur á hinum fræga lista tímaritsins Forbes yfir auðugustu menn heims. Nýr listi var birtur í gærkvöldi og þar er engan Íslending að finna.

Skilyrði fyrir því að komast á listann er að eiga yfir einn milljarð bandaríkjadala.

Björgólfur Thor Björgólfsson náði fyrst inn á listann árið 2005. Árið 2008 var eign hans metin á 3,5 milljarða og var hann þá í 307. sæti listans, en hafði árið 2007 verið í 249. sæti. Í fyrra voru eignir hans metnar á milljarð dollara og lenti hann þá enn neðar á listanum, í 701. sæti.

Það Carlos Slim frá Mexíkó sem talinn er ríkasti maður í heimi. Eignir hans eru sagðar rúmir 53 milljarðar bandaríkjadala. Slim á og rekur umsvifamikil símafyrirtæki.

Í öðru sæti á lista Forbes í ár er tölvukóngurinn Bill Gates og í þriðja sæti er fjárfestirinn Warren Buffet.
_____________________

- En lélegt hjá bjögga thor, því hann skuldar EKKERT og hann á engan þátt í þessu íslenska hruni að eigin sögn, svo krækja í 1 milljarð ætti ekki að þvælast fyrir svona snillingi!!! eða?

Stór Vítis Þjófar.

10. mars 2010

Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist telja að Íslendingar þurfi að grípa til mjög harðra aðgerða gagnvart samtökum sem grunuð eru um að stunda skipulagða glæpastarfsemi.

„Og ég tel að við eigum að setja lög sem banni starfsemi slíkra samtaka,”
segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar…!

OK…

Hún segir ekkert um íslensku hellerana sem ollu allsherjar hruni hér á landi, á ekki að banna svoleiðis skýtseiðum að ganga um götur landsins? eða gera þýfið upptækt frá þessum alvöru / stórtæku hellerum…nei, þá er það “saklaus uns sekt er sönnuð” - þótt það blasi við öllum sem vilja sjá þessa Stór Vítis Þjófa,

Danska lögreglan segir í skýrslu til dómsmálaráðherrans þar í landi að löggjöf sem banni vélhjólaklúbba, líkt og Vítisengla, sé tilgangslaus.

Skýrsluhöfundar segja að það sé einungis hægt að leysa upp slík glæpasamtök ef búið er að sanna að það sé markviss stefna þeirra að vinna að glæpum eða ofbeldi. Það leiki umtalsverður vafi á því hvort hægt sé að færa fram slikar sannanir gegn tilteknum klúbbum.

Við fegrum íslensku StórVítisÞjófana með nöfnum sem útrársarvíkingar, athafnamenn etc. en ættum kannski bara að nota einfallt orð sem á um þá flesta, það er glæpamenn.

Og auðvitað iðrast margir þegar upp um kemst, gott mál ef þeir þá skyla einkverju þýfi, annars kallast það ekki iðrun…eða?

Við verðum líka að fyrirgefa.. sértstaklega þeim sem stela sér í matinn eins og, ja - humar, rauðvín, svartur kavíar og fl. nauðsynjum… breyta lífstílnum rólega…það er hægt en ekki auðvelt.

Hættum þessum double moral NÚNA og gerum eittkvað raunhæft fyrir hálf lamað fólkið í landinu.

Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist telja að Íslendingar þurfi að grípa til mjög harðra aðgerða gagnvart samtökum sem grunuð eru um að stunda skipulagða glæpastarfsemi. „Og ég tel að við eigum að setja lög sem banni starfsemi slíkra samtaka,” segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar.

Danska lögreglan segir í skýrslu til dómsmálaráðherrans þar í landi að löggjöf sem banni vélhjólaklúbba, líkt og Vítisengla, sé tilgangslaus. Skýrsluhöfundar segja að það sé einungis hægt að leysa upp slík glæpasamtök ef búið er að sanna að það sé markviss stefna þeirra að vinna að glæpum eða ofbeldi. Það leiki umtalsverður vafi á því hvort hægt sé að færa fram slikar sannanir gegn tilteknum klúbbum.

Vítisenglar eru dæmi um vélhjólaklúbb sem hefur verið grunaður um að stunda skipulagða glæpastarfsemi. Klúbburinn hefur náð að festa rætur í Skandínavíu. Staða Íslands er hins vegar frábrugðin að því leyti að hér hefur klúbburinn ekki enn tekið formlega til starfa. Félagar úr vélhjólaklúbb sem eitt sinn kallaðist Fáfnir er hins vegar sagður vera í umsóknarferli. „Við höfum reynsluna erlendis frá,” segir Steinunn Valdís sem telur að bregðast þurfi við áður en samtökin nái að skjóta niður rótum hér á landi.

Í dag er mánuður síðan að Leif Ivar Kristiansen, leiðtoga Vítisengla í Noregi, var handtekinn í Leifsstöð við komuna til landsins með lögmanni sínum. Hann gisti fangageymslur í tæpan sólarhring áður en honum var vísað úr landi. Leif hefur kært brottvísunina til dómsmálaráðuneytisins.

Fáfnir hafa nýan leiðtoga sem er ekkert síðri en en nýu leikararnir í fjórflokka mafíunni, svo sem leikfélagarnir S.Davið G. og Bjarni litli Ben sem ætla að starfa saman og halda áfram að arðræna íslenska alþíðu eins og flokkarnir þeirra hafa gert í tugi ára… þurfa bara að fella þessa vinstri stjórn sem verður ekki erfitt…og við fáum sömu vítisstjórnina, Kolkrabbinn endurreystur og ALLT…

hff

Danir telja ómögulegt að banna Vítisengla.

Jón Hákon Halldórsson skrifar:
Það er engin ástæða fyrir Dani til að kanna nánar hvort hægt sé að beita stjórnarskránni til þess að banna starfsemi mótorhjólaklúbba á borð við Vítisengla, eða aðra áþekka klúbba. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem Lars Barfoed, dómsmálaráðherra Danmerkur, hefur undir höndum. Hann ætlar því ekki að kanna betur hvort slíkt bann sé raunhæfur kostur.

Það voru embætti Ríkislögmanns og Ríkislögreglustjórans í Danmörku sem gerðu skýrsluna. Markmiðið var að kanna hvort hægt væri að sýna fram á að gengin væru hættuleg og glæpastarfsemi væri markmið þeirra.

Niðurstöður skýrsluhöfunda eru þær að það sé einungis hægt að leysa upp slík glæpasamtök ef búið er að sanna að það sé markviss stefna þeirra að vinna að glæpum eða ofbeldi. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að það leiki umtalsverður vafi á því hvort hægt sé að færa fram slikar sannanir gegn tilteknum klúbbum.

Þá spyrja skýrsluhöfundar jafnframt að því hvort meðlimir slíkra klúbba myndu hætta að fremja glæpi þótt þeim væri bannað að einkenna sig með því að ganga með merki á bakinu eða halda til í klúbbhúsum.

Jafnframt efast skýrsluhöfundar um að það sé heppilegt að banna samtökin með lögum. Það gæti jafnvel gert rannsóknir á ýmsum glæpum erfiðari.

Það var Danmarks Radio sem greindi frá.

Þjóðin stefnir hraðbyri að næsta hruni.

Þjóðin stefnir hraðbyri að næsta hruni ef engin raunhæf úrræði koma fram á næstu vikum, segir meðal annars í ályktun miðstjórnar Samiðnar, sem samþykkt var á fundi hennar í gær.

Jafnframt er skorað á alþingismenn að láta hagsmuni fólksins í landinu ganga fyrir og lýsir vantrausti á þá alþingismenn, sem spila á efnahagserfiðleika þjóðarinnar, sér til framdráttar og kallað er eftir samstöðu á Alþingi. Sundrungin þar staðfesti að stöðugleikasáttmálinn sé ekki tekinn alvarlega, segir í ályktun Samiðnar.

Finnbjörn Hermannsson er formaður Samiðnar.

Mannskepnan

8. mars 2010

Verstu löndin fyrir konur að búa í.

Alþjóðasamtökin Care hafa tekið saman lista yfir þau 10 lönd sem verst er fyrir konur að búa í.

Afganistan er efst á þeim lista.
Þar voru á síðasta ári sett lög sem leyfa barnabrúðkaup sem og nauðgun í hjónabandi.
Konur hafa ekki rétt til náms eða vinnu nema með sérstöku leyfi föður eða eiginmanns.

Konur missa öll réttindi ef eiginmenn þeirra falla frá, þar á meðal réttinn til barna sinna. Care segir að níu af hhverjum tíu konum í Afganistan búi við heimilisofbeldi.

Afríka á sjö lönd af tíu á þessum lista. Þar er ofbeldi gegn konum landlægt, ekki síst nauðganir.

Listinn yfir 10 verstu löndin fyrir konur að búa í er:

1. Afganistan 2. Sómalía 3. Lýðveldið Kongó 4. Sierra Leone 5. Níger 6. Yemen 7. Bangladesh 8. Mali 9. Burkina Faso 10. Guiena Bissau.

___________________________________________________________

Norður-Kóreumenn segjast reiðubúnir að sprengja bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin í loft upp. Þeir létu þessi ummæli falla við upphaf 11 daga sameiginlegrar heræfingar bandamannanna.

____________________________________________________________

Þrír flóttamenn frá Kosovo létu lífið í Glasgow í gær eftir fall af svölum fimmtán hæða íbúðarhúss. Þetta voru tveir karlmenn og ein kona.

Íbúar í blokkinni telja víst að þetta hafi verið þrefalt sjálfsmorð.

Fólkið hafi fengið að vita að því yrði ekki veitt hæli í Bretlandi og yrði sent aftur til Kosovo.

____________________________________________________________

Þrjátíu og tveggja ára gamall bandarískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa skipulagt morð á tveimur börnum sem er hann talinn hafa misnotað kynferðislega. Maðurinn sem hefur að undanförnu setið í varðhaldi í Chicago bauð öðrum manni tæplega 15 þúsund dollara, eða tæpar tvær milljónir króna, fyrir að drepa börnin og foreldra þeirra.

Maðurinn hafði teiknað upp kort af heimilum fólksins og þar sem hann taldi að börnin svæfu. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um skipulag morðanna.

____________________________________________________________

Að minnsta kosti 40 létu lífið í árásum í Írak í tengslum við þingkosningarnar þar í landi í gær. Hryðjuverkasamtökin al-Kaída hótuðu árásum í aðdraganda kosninganna og lýstu yfir útgöngubanni í gær þegar þau vöruðu alla þá sem ætluðu fara út til að kjósa að þeir yrðu berskjaldaðir gagnvart reiði Allah. Þrátt fyrir það segja yfirvöld að kjörsókn hafi verið yfir 50% en 19 milljónir Íraka voru á kjörskrá.

———

…hrikaleg skepna…

StjórnmálaForyð.

7. mars 2010

Mun millistéttin á Íslandi kverfa eins og gerðist víst í Finnlandi eftir bankahrunið þar?

- Getur farið svo - sástu Stjórnmála Forystina í Silfrunu í dag!

Þvílík leiksýning … nú sem fyrr.

Akkúrat. - Bjart framundan.

Reynum að trúa því…