Hanna Bé forgangsraðar!

6. apríl 2010

Þarf borgin líka að forgangsraða?

„Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þegar hún var borgarstjóri, skrifaði undir sjö íþróttasamninga fyrir yfir tvo milljarða króna, nokkrum vikum fyrir kosningar 2006,” sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar nú fyrir stundu.

Hún gagnrýndi Dag B. Eggertsson fyrir að gera mál úr 230 milljóna króna framlögum til Golfklúbbs Reykjavíkur og kallaði spuna.

Hanna Birna sagði leitt að Dagur B. væri haldinn „kosningaskjálfta” og hefði ekkert betra til að berja á meirihlutanum heldur en Golfklúbb Reykjavíkur.

Vond og óverjandi forgangsröðun.

„Nú er býsna lágt lagst, ég get bara ekki sagt annað,” sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, Hönnu Birnu hafi mistekist að slá sig til riddara hjá golfáhugamönnum. Allir samningar við íþróttafélög eigi það sameiginlegt að hafa verið settir á ís, eftir hrun bankanna. Dagur nefndi samning við Fylki upp á 350 milljónir, samning við ÍR upp á 800 milljónir, auk samninga við Fjölni og Fram, sem hefðu verið settir til hliðar vegna kreppunnar í samráði við forystumenn íþróttafélaganna.

„Það var farið í að skera niður alls staðar. Hversu margir starfsmenn Reykjavíkur borgar hafa ekki tekið á sig launalækkanir,” spurði Dagur.

„Þetta er vond óverjandi forgangsröðun við þær aðstæður þegar verið að skerða sérkennslu við börn og kennurum er bannað að fjölrita námsgögn.”

Hanna Birna talaði um ketti og veitti Degi andsvar og mótmælti því harðlega að hér væri um einhver kosningatrix að ræða. Allir tækju á sig skerðingar, og málflutningur Dags væri ósanngjarn.

„Allir hafa tekið á sig kött, líka golfklúbburinn.”

Dagur sagði að það væri gerviskjól og skollaleikur hjá Hönnu Birnu að skýla sér á bak við samninga sem áður hefðu verið gerðir. Tekjufall hefði orðið og þá yrði að forgangsraða.

Tær snilld !

5. apríl 2010

Skuldug en eignast fjölmiðla

Ingbjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er nýr aðaleigandi 365 miðla eftir hlutafjáraukningu. Leynd hvílir yfir því hverjir meðeigendur hennar eru. Sjálf er hún stórskuldug í gegnum eignarhaldsfélög.

Helstu hópar útrásarvíkinga byggðu veldi sín upp fyrir hrun með flóknu neti skúffu- og eignarhaldsfélaga og ítökum í smásölu, fjölmiðlum og bönkum.

Bónusfjölskyldan, Jóhannes Jónsson, Jón Ásgeir sonur hans og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, átti ógrynni fyrirtækja á öllum sviðum og veldið teygði anga sína víða um lönd. Stór hluti er nú runninn fjölskyldunni úr greipum. Ógreiddar skuldir þessa mikla viðskiptaveldis gætu hlaupið á hundruðum milljarða eða jafnvel þúsundum milljarða króna, allt eftir því hvernig talið er. En Bónusfjölskyldan virðist ekki af baki dottin, þrátt fyrir gjaldþrot, kreppu og hrun.

Faðirinn Jóhannes gæti náð undirtökum í verslunarrisanum Högum, með fulltingi Arionbanka og eftir hlutafjáraukningu ræður Ingibjörg tengdadóttir hans 75% hlutafjár í fjölmiðlarisanum 365.

Stjórnendur fara með 8%, en Jón Ásgeir vildi í samtali við fréttastofu ekki gefa upp hverjir eiga þau 20% sem upp á vantar. Þá sé líka leyndarmál, á hvaða félag eiginkonunnar hlutur hennar er skráður.

Sjálf ræður Ingibjörg ríkjum í nokkrum félögum, meðal annars eignarhaldsfélögunum ISP, og í 101 Capital, sem eiga lítið sem ekkert en skulda samanlagt yfir 20 milljarða króna.

ruv.is

______________

Bónus Ofurmanna Fjölskyldan…

Var/er ekki verið að semja fjölmiðlalög?

Það er bara blaðrað út eitt (og ekkert gert)
hjá þessum aragrúa af fólki á alþinginu okkar.

Á Alþingi má spara og fækka um helming og þá ekki
skúringarkonum heldur alþingismönnum.

12. Apríl 2010 á hún að birtast,

fara varla að frestenni aftur úr þessu.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, boðaði sérstaka rannsóknarnefnd um einkavæðingu bankanna tæki núverandi rannsóknarnefnd ekki á því máli með skýrum hætti í óbirtri skýrslu.

Þetta sagði hún í ræðu sinni á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem er haldin á Hótel Loftleiðum. Þá sagði hún að það færi of mikill tími í að smala saman meirihluta á Alþingi, slíkt væri eins og að smala köttum.

„Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni,” sagði Jóhanna sem vill að einkavæðingin verði gerð upp með ítarlegum hætti.

—–

Þá vék Jóhanna einnig að samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn í ræðunni.

„Það heldur engin ríkisstjórn það út til lengdar að búa við óvissan og ótraustan meirihluta í stórum og erfiðum málum. Á óvissu- og erfiðleikatímum er það lykilatriði að ríkisstjórn hafi traust og fast land undir fótum,” sagði hún og bætti við:

„Hoppandi meirihlutar á Alþingi duga skammt við aðstæður eins og okkar þjóð gengur í gegnum og of mikil orka og tími fer að smala þeim saman og ná málum í gegn. Ein flokksystir okkar orðaði þetta ágætlega þegar hún sagði að þetta væri eins og að smala köttum.”

—————————-

Það er ágætt að Jó og kó séu farin að ræða þennan dragbít.

Samspillingin og Vinir.

25. mars 2010

2500 milljónir gufuðu upp

Pálmi Haraldsson í Fons notaði skuldaviðurkenningu frá Baugi sem veð þegar hann fékk tveggja og hálfs milljarðs króna lán hjá Glitni fyrir hrun. Baugur og eigendur hans voru ráðandi hluthafar í Glitni og viðskiptafélagar Pálma.

Bankinn hefur ekkert fegnið greitt og peningarnir eru týndir.

Pálmi kom víða við í góðærinu. Átti Iceland Express, Skeljung, Securitas, flugfélagið Sterling og hluti í FL Group og bresku verslanakeðjunni Iceland. Meðal viðskiptafélaga hans var Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann átti meðal annars Gaum og réði ríkjum í Glitni.

Fons, félag Pálma, átti hlutabréf í Högum og Debenhams, sem Pálmi seldi Jóni Ásgeiri í snemma árs 2007. Á móti fékk Pálmi skuldabréf á Baug….

sjá:
http://www.ruv.is/frett/2500-milljonir-gufudu-upp

______________________________________

Þá kom hann og aðrir hans líka milljörðum undan, hægri vinstri enda hefur Samspillingin gefið honum sem og öðrum flokksdólgum góðan tíma til að hisja upp um sig buxurnar og fela slóðina eða skila þýfinu, en nei Pálmi grætur því hann getur ekki notið þess að fara í sundlaugarnar vegna augngotna annara sundgesta… flestir vinirnir löngu fluttir til London.

Auðvitað verðum við að fyrirgefa og allt svoleiðis
en mar mar bara áttar sig ekki á þessu bulli alla tíð…….

Er ekki kunnugur í UK en er næstum því viss um að þar megi finna sundlaug.

23.03.2010
Ekki afskrifa eina krónu

Fráleitt er, að nokkur skuld grátkórs sjávarútvegs sé afskrifuð í bönkum. Nema kvótanum verði skilað um leið til þjóðarinnar. Bankarnir voru allir endurreistir á kostnað þjóðarinnar. Einkum Landsbankinn, sem olli okkur IceSave-tjóninu og sem á mest af skuldum grátkórsins. Bankarnir mega ekki nota fé skattgreiðenda til að hygla grátkórnum. Kórfélagar afhendi ríkinu bara kvótann eða sæti ella gjaldþroti. Kvótinn gengur upp í skuld bankanna við ríkið og skattgreiðendur. Björgun kvóta úr gjaldþrota grátkór er bezta leið okkar til að endurheimta kvótann. Ekki afskrifa krónu að öðrum kosti.

Jóhanna á réttri leið

Mikið var ég feginn, að Jóhanna Sigurðardóttir lét grátkórinn heyra það. Stóra skötuselsmálið verður ekki slegið út af borðinu. Nú þarf Jóhanna að gefa enn betur í. Láta ganga frá frumvarpi um fyrningu aflaheimilda á stuttu árabili. Frumvarpið fái síðan eðlilega meðferð á Alþingi gegn háværum andmælum hrunflokksins. Síðan samþykkir þingið frumvarpið fyrir sitt leyti og vísar því í heild til þjóðaratkvæðis: “Fylgjandi eða andvígur þessu tiltekna frumvarpi, já eða nei.” Komin er tími til, að þjóðin nái til baka kvótanum. Sem grátkórinn stal af henni og veðsetti síðan upp í rjáfur.

25.03.2010
Fyrri forstjórar komi hvergi nærri

Sjávarútvegurinn blómstrar, þegar við erum laus við grátkórinn. Bankarnir eignast fiskihús og vinnsluvélar og veiðiskip. Leigja þetta út til þeirra, sem bezt bjóða. Til dæmis til sjómanna og skipstjóra, fiskvinnslufólks og verkstjóra, kannski með stuðningi sveitarfélaga. Allt þetta fólk kann til verka. Það vill ekki steypa lífsbjörginni í skuldir vegna fjárhættuspils að hætti fyrri eigenda. Við þessa endurskipan sjávarútvegs er mikilvægt að fyrri forstjórar komi hvergi nærri. Hvorki tengdasynirnir í Grundarfirði né þyrlueigandinn í Eyjum. Þeir væru manna vísastir til að endurtaka ruglið.

Jónas Kristjánsson
http://www.jonas.is/

______________

Frábær penni. Sammála.

Forræðishyggja.

23. mars 2010

“Nektardans hefur verið bannaður á Íslandi en Alþingi samþykkti lög þess eðlis í dag. Alls greiddu 31 þingmaður úr öllum flokkum atkvæði með banninu. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdu ekki frumvarpið.

Samkvæmt frumvarpinu er bannað að bjóða upp á nektarsýningar eða gera með öðrum hætti út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru.

Það var Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sem flutti málið fyrst. En fyrsti flutningsmaður nú er Siv Friðleifsdóttir., þingkona Framsóknarflokksins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sagði bannið sögulegt”.
_____________________________

Leyðinda forræðishyggja hjá þessum herfum og þeirra samstarfsmönnum.

Lög sem banna verkföll í flýti - ekki málið.

Banna bjórLíkisAuglýsingar… já þetta eru forgangsmálin.

- Fresta hrunskýrslunni - ok…!

- Setja lög á auðmenn ?
ó NEI það gengur ekki, halda áfram að afskrifa skuldirnar þeirra og
passa vel upp á að ekkjur og allur lýðurinn borgi allar sýnar skuldir
og annara …

Sorglegt helvíti.

Góðar líkur eru á því að Jóna Sveinsdóttir, sem hefur verið í haldi lögreglunnar í Perú eftir að hún var tekinn með tvö kíló af kókaíni, geti afplánað refsidóm hér á Íslandi.

Ástæðan fyrir þessu er sú að í Perú voru nýlega samþykkt lög sem heimila útlendingum í ákveðnum tilfellum að afplána refsidóma í heimalandi sínu. Lögin voru samþykkt til að létta á fangelsum landsins en þau eru yfirfull af útlenskum burðardýrum eins og Jónu sem tekin var á alþjóðaflugvellinum í Líma.

Á annað þúsund útlendinga afplána nú refsidóma í Perú, meira en 90% þeirra vegna fíkniefnamála.

Ef Jóna ætlar að nýta sér þessi nýju lög í Perú þarf hún fyrsta lagi að fallast á þann dóm sem dómari málsins dæmir, hún má ekki áfrýja og hún verður að greiða skaðbætur eða sekt sem dómari ákveður. Ef hún gerir þetta getur hún sótt um að fá að koma til Íslands og afplána dóminn hér á landi.

———

Gott mál ef hún getur afplánað hér á Íslandi, ég styð það heilshugar, 5 barna móðir sem er “líklega” fíkill sem er viðurkenndur sjúkdómur, en fordómana vantar sko ekki hjá okkar “upplýstu og umburðarlyndu” þjóð . . .

Brestir í samvinnu hópa mótmælenda.

Nýtt Ísland hafnar samstarfi við Alþingi götunar.

- Hvaða öfl eru þarna að baki? - Hó - VAKNIÐ NÚNA !

Hverjir hafa hag af þessu ?

—- H.f.f.

Við FÁBJÁNAR meigum ekki leyfa þeim að stjórna MótMælunum,
þá er þetta sko búið.

- Það er búið.

Sumir vilja vinna.

20. mars 2010

„Samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á skattlagningu afskrifta, sem fjármálaráðherra sendi ríkis stjórninni sl. þriðjudag, munu einstaklingar greiða tekjuskatt af 50% afskriftar sem er undir 20 milljónum króna, en greiða skatt af 75% afskriftar umfram þá upphæð.“

Jú 50-75% tekjuSkattur (samkvæmt drögum að frumvarpi) …
.. skulu einstaklingar greiða tekjuskatt af 50% afskrifta!!

Þarf fólk afskriftir af lánum ef “ÞAД getur borgað skatt?

GÚ-GÚ… helv. f.f. … Verð að viðurkenna að ég er einn af FÁBJÁNUNUM
sem kaus og fagnaði þessari stjórn, hef talað við aðra F.bjána sem eru
sko ekki kátir - svo eru sumir að undrast yfir auknu fylgi Djö. flokksins i
skoðunarkönnunum.

Fólk vill frekar hafa flokk(a) sem gera eittkvað heldur
en flokk-a eins og VG sem virðast vilja óbreytt ástand !

Ég þekki margt fólk sem vill vinna til að sjá sér og sínum
fyrir mat,húsnæði og öðru sem alþingismenn virðast ekki
þurfa að borga fyrir vegna launa, FRÍÐINDA
og verulegrar VeruleikaFirringa.

En þetta sem ég/við kusum yfir okkur er Ekkert betra en Hellerarnir
sem sváfu / notfærðu sér ástandið fyrir hrunið og voru að öllum líkindum
verulega spilltir…. [hógvær] …

Vægt til orða tekið því ég hef ekki 100% sönnun en eins og …bla..
…djö…ekki bendá mig… söng focking svínaríið…

Sönnun, jamm - fólk veit af þessari spillingu innan 4 fock-flokkana,
og þess vegna er ekkert kyrrsett né
hróflað við þessum hálf guðum sem svo sannarlega “hjálpuðu”
okkur í þessa stöðu …