Forgangsröðun.

12. maí 2010

Já já, gott mál að redda skólafólki sumarvinnu.

Og “flott” hjá VG að standa á bremsunni gagnvart
atvinnu uppbyggingu landans. Samspillingin samþykkir
sem fyrr, og því fór sem fór hjá óskaflokkum þjóðarinnar
samkvæmt skoðanakönnunum.

Hvað eretta, á fólk að vera sívinnandi alla tíð,
eða hafaða Allt Of Gott á atvinnuleysisbótum ?
- H.F.F.

Niðurdrepandi að geta ekki látið enda ná saman
mánuð eftir mánuð, byrjað að handtaka fólk sem
kom okkur í þessa stöðu, samt djö niðurdrepandi.

Ráðuneitin; hver vill sleppa!! Fáranlegt leikrit.

____________________

Spennandi, verðum í Noregi seinni parts Maí mánaðar,
gott mál… ég er sáttur.

Málið kemur fljótt held ég, danskan þokkaleg
enda dvaldi kallinn nokkur ár í DK á síðustu öld
ætti að hjálpa til með norskuna…hmm.

Plús 3ja ára gamli snáðinn minn lærir málið
á nóinu og kennir gamla settinu.

FasistaRíkiðÍsland

1. maí 2010

Gleðifréttir fyrir okkur íslendinga að D-Hrunflokkurinn
tapi fylgi í skoðunarkönnunum…eða hvað? - Sveitó mar!
Gnarrinn flottur. Ógna svo landsfjórflokkabisnessnum…

Fréttirnar í dag eru sorglegar. Hélt að þetta yrði stoppað
af í tíma með 9 menningana sem PÓ ákvað að taka úr
umferð til að segja okkur hinum að vera róleg.

Vinstri stjórnin kýs að byrja að böggast á mótmælendum,
þeim sömu og komu þessari lofandi focking stjórn á legg,
böggasst á þeim í fasistaréttarsal, vantar bara Mussolini…

Ok, ekki er allt sem sýnist segja þær við þær og smæla.
(túlkist að vild:)

Í fullri alvöru þá er stutt í FasistaRíkiðÍsland og hefur
verið svo í mörg ár.

Ragnar Aðalsteinsson gefur okkur von, berst gegn
óréttlætinu nú sem fyrr. Flottur kall.

1. Maí á Íslandi? -
Eigum góðan verkalíðsdag……………………………….

Í leit að lífi.

25. apríl 2010

Steingrímur og Jóhanna og engin breyting,
beint framhald af Geir og Ingibjörgu og
Halldóri og Davíð, sama tuggan, bara sitja
og pukrast, haldandi í stólana sem lengst,
gerandi sem minnst fyrir land og þjóð.

Ótrúlegt helvíti miðað við alla vitneskjuna um
spillinguna sem hefur “fengið” að viðgangast
í áratugi hér á landi.

Ekkert undarlegt við þessar nornaveiðar sem
eiga sér stað núna, skiljanlegt en leiðinlegt,
og sennilega nauðsynlegt ef einkver breyting
á að eiga sér stað.

Bloggin í dag, eins gott að lesa ekki of mikið…

Vá hva mar er orðinn neikvæður, breyta því.

Það verður vonandi gott að búa hérna í nánustu
framtíð, en ég og konan mín og barn erum á förum
til Noregs í leit að lífi.

Þinghelgi

18. apríl 2010

Björgvin Sigurðsson, Illugi Gunnarsson og Þorgerður Katrín hafa sagt trúnaðarstörfum innan sinna stjórnmálaflokka lausum og tekið sér “frí” frá þingmennsku!???

Indibjörg Sólrún viðurkenndi að hún hafi brugðist sér og Flokknum.

Já mar.

Mjúk og hörð lending.

14. apríl 2010

Náttúran segir OK . . .

Það brást allt sem brugðist gat….. allar eftirlitsstofnanir, ráðherrar, alþingismenn, embættismenn , bankaeigendur og bankastjórar og efra lag bankanna og stofnana - allt saman.

Það var mikið talað um mjúka og harða lendingu, talsvert löngu fyrir hrun, en AÐEINS talað.

Auðvitað vissum við þetta öll fyrir Skýrsluna, það er að mikil spilling var í kerfinu, og að sum svín völtuðu yfir önnur svín, samt trúðu því margir að svínaríið væri ekki svona yfirgengislegt og svínslegt eins og fram kemur í skýrslunni…….

Kaflinn um forseta Íslands finnst mér ekki eiga heima þarna, Óli er flottur sem forseti, hefur staðið sig vel að mínu mati.
Jú hann miklaði íslensku bóluna (og var ekki einn um það) en hann braut ekkert af sér að mínu viti. Það er ekki ólöglegt að tala og tala um allt og ekkert, menn og málefni. . . . . er ekki ennþá málfrelsi á klakanum? - Jú hélt það.

(Ég veit að sjálfsögðu ekkert um spillingu..Ó..flétti orðinu upp í orðabók og komst að því að ég er mjög spilltur.!!!
… e..þurfti svo sem ekki orðabók til þess)

Óli þreifaði fyrir sér í framsókn og fann einkvern óþef, stökk þá á Alþýðubandalagið og fékk SkattaStólinn fræga.
Ég kaus aldrei Alþýðubandalagið þegar það var og hét en Vilmund Gylfason heitinn kaus ég enda er ég kratadjöf. . .

Eldfjallið kemur til bjargar … dreifir athyglinni frá ruglinu sem viðgengst jú ennþá. Spillingin er ekki fortíð þótt fjármálaráðherra segi svo.

Ósanngjarnar ásakanir!

13. apríl 2010

Jónas Fr. Jónsson segist hafa skilað betri stofnun en hann tók við.

__________________________ :-) ______________

Mikið virðingarleysi við reglur.

Lárus Welding: „Hættið bara að drekka svona mikið brennivín“.

Jón Ásgeir: Barnalegir bankastjórar.

Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa flutt lögheimili til Bretlands.

Geir H. Haarde: Of seint að bjarga bönkunum 2006 hvað þá 2008.

Jóhanna bjartsýnni en Ingibjörg.

Vinkona Ingibjargar í nefndinni varð til þess að varla er minnst á hana.

Forsetinn fær jú smá umfjöllun.

Ábyrgðin.

13. apríl 2010

Ábyrgð, hvað er það nú?

Enginn af þeim sem sakaðir eru um að hafa gert mistök eða sýnt vanrækslu í starfi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafa gengist við ábyrgð. Um er ræða fjóra fyrrverandi ráðherra og átta embættismenn. Allir vísa þeir ásökunum á bug og telja að ábyrgðin liggi hjá öðrum en þeim sjálfum.

Tólf einstaklingar fengu tækifæri til að koma á framfæri skriflegum athugasemdum vegna skýrslu rannsóknarnefndar alþingis. Um er ræða einstaklinga sem nefndin telur að hafi gert mistök í starfi eða sýnt vanrækslu.

Þetta eru fjórir ráðherra, þar á meðal Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Þá fengu átta embættismenn að koma á framfæri athugasemdum - þar á meðal Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri.

Allir vísa því á bug að hafa gert mistök eða sýnt vanrækslu og í athugasemdum þessara einstaklingar er ítrekað vísað til þess að það hefði verið á ábyrgð annarra stofnana og ráðherra - eða embættismanna - að fara með viðkomandi verkefni.

Davíð Oddsson, sakar rannsóknarnefndina meðal annars um þekkingarleysi og Geir H. Haarde skellir skuldinni nánast alfarið á stjórnendur og helstu eigendur bankanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist ekki hafa búið yfir nægum upplýsingum.

Nú þegar skýrsla rannsóknanefndarinnar hefur loksins litið dagsins ljós liggur það eitt fyrir að enginn gengst við ábyrgð vegna hrunsins.

Björgvin G. Sigurðsson lét af embætti sem þingflokksformaður Samfylkingarinnar í dag, en Bjöggi virðist hafa verið lagður í einelti, mátti ekkert vita og ekki vera með!

Matur hefur hækkað um 36% á tveimur árum.

Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar þurfa ráðstöfunartekjur einstaklings að vera yfir eitt hundrað og sextíu þúsund krónum á mánuði svo hann eigi ekki á hættu að verða fátækt að bráð.

Í þessum útreikningum er ekki tekið tillit til þess hvað það kostar að kaupa í matinn.

Alþýðusambandið reiknaði út, að beiðni fréttastofu, hækkun matarverðs síðustu tvö árin. Hún er umtalsverð eða þrjátíu og sex prósent.

Þá hefur kaupmáttur launa rýrnað um átta og hálft prósent frá falli bankanna.

—-

Hvetur til stillingar

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra hvetur fólk til að gæta stillingar þegar rannsóknarskýrsla Alþingis verður birt.

ruv

Alvarleg siðblinda.

9. apríl 2010

Af StórVítisÞjófum.

Þrotabú Fons, eignarhaldsfélagsins sem áður var í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, rannsakar nú um þriggja milljarða lánveitingu til eignarhaldsfélags í Panama sem nánast ekkert er vitað um. Frá þessu er greint í DV í dag.

Þar kemur fram að lánið hafi farið í gegnum Landsbankann í Lúxemborg og að starfsmaðurinn sem sá um það þurfi að gefa skýrslu um lánið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.

Það vakti athygli skiptastjóra Fons að lánið til Panama-félagsins var afskrifað í bókum Fons fyrir hrunið 2008 sem þýðir að Fons reiknaði ekki með því að fá milljarðana til baka.

Ekkert er vitað, samkvæmt DV, hvert peningarnir fóru eftir að félagið fékk þá. Þá er ekkert er vitað um af hverju lánið var veitt eða hver átti félagið í Panama.

Pálmi Haraldsson hefur stefnt Svavari Halldórssyni, fréttamanni RÚV, vegna fréttar af málefnum Fons, eignarhaldsfélags Pálma. Frá þessu var greint á Vísi í morgun en samkvæmt heimildum DV hefur Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur, fréttalesara á RÚV, einnig verið stefnt sem og Páli Magnússyni útvarpsstjóra.

Það var þann 25. mars sem RÚV greindi frá því að Pálmi hafi fengið tveggja og hálfs milljarða króna lán frá Glitni gegn skuldaviðurkenningu í Baugi rétt fyrir hrun. Bankinn hafi hinsvegar ekkert fengið greitt og peningarnir væru týndir.

Pálmi gerði athugasemd við fréttina sem meðal annars birtist á vef Pressunnar. Svo fór að RÚV leiðrétti hluta fréttarinnar en ekki að öllu leyti og því ákvað Pálmi að stefna Svavari og þeim Maríu Sigrúnu og Páli Magnússyni til vara.

Athygli vekur að Maríu Sigrúnu er stefnt af þeirri ástæðu að hún var fréttalesari kvöldið sem fréttin birtist og las innganginn að fréttinni. Páli er stefnt þar sem er útvarpsstjóri. Samkvæmt heimildum DV krefst Pálmi þriggja milljóna króna í miskabætur og krefst þess einnig að Svavar verði dæmdur til refsingar samkvæmt hegningarlögum. Þá krefst hann 600 þúsund króna til að kosta birtingu dómsins.
______________

Þvílíkur hroki, mikill brotavilji og græðgi.

Sókn er besta vörnin. - Nei… á sko ekki við hér.

Hérna er alvarleg siðblinda á ferðinni, hann kaupir kannski smá tíma,
tefur málið og svona málum á sennilega eftir að fjölga frá StórVítisÞjófunum
sem áttu stóran þátt í að skapa núverandi ástand á Íslandi.

Hefur áður sagt að honum þætti þetta leitt þ.e. hans partur í hruninu,
heldur sennilega að nú sé hann “stikk frí” og ósnertanlegur…

Vegna Pálma og annara StórVítisÞjófa ætla/þarf/verð ég
að flytja til annars lands ASAB.

Matarbiðraðir.

6. apríl 2010

Matarbiðraðir ekki æskilegar.

Langar biðraðir eftir matargjöfum eru ólíðandi spegill í íslenskt samfélag, segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður félags- og tryggingamálanefndar Alþingis. Íslendingar verði að horfast í augu við að fátækt sé staðreynd hér á landi.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir það ekki æskilegt að fólk standi í biðröð eftir mat. Það sé á ábyrgð hins opinbera, en ekki góðgerðafélaga, að sjá fólki fyrir nauðþurftum. Þó sé lítið um fjármuni til að hækka bætur og framfærslu.

Á annað þúsund manns fengu mataraðstoð hjá góðgerðafélögum miðvikudaginn fyrir páska.

Formaður velferðarvaktarinnar sagði í hádegisfréttum RÚV að það væri niðurlægjandi fyrir fólk að standa í biðröð eftir mat, bryti niður sjálfstraust þess og stuðlaði að vítahring fátæktar.

Árni Páll segir að nú sé pólitískur vilji til að setja neysluviðmið. En ráðherrann lofar því ekki að bætur og framfærsla hækki í kjölfarið.

Guðfríður Lilja segir að líka það þurfi að ganga harðar fram í því að endurheimta þann gróða sem tekinn var út úr íslensku samfélagi.

Já…