Kalt í Norge

30. desember 2010

Bý og vinn í Kristiansand, dásamlega fallegur staður.

Fyrstu jólin hér, áramótin framundan og “kallinn” í frýi.
Fór í Bíó - Kvikmyndahús / Kínó ;^] í gærkvöldi og tók
eftir umgengni innfæddra versus samlanda minna…jam.

Hér er alltaf stilla skil ekki hvað verður um allt þetta rok
sem mar sér á kortunum koma æðandi frá Íslandi til Noregs,
það kemur alltént ekki hingað “að minnsta kosti”.

Erum boðin í mat á næstunni í Íslenskt lambalæri, vá…

Norskt lamb fær ekkert stig frá mér, á stórt norskt
lambalæri í frysti og get ekki hugsað mér að borða það
eftir reynslu mína af tilraunum konu minnar til að matreiða
norskt lamb og er hún samt góður kokkur.

Jamm frostið fer í -15 gráður … núna er þægilegt ca. -3Lokað er fyrir ummæli.