Múhammed og mannúð.

5. september 2010

Níutíu og níu svipuhöggum bætt við dauðarefsingu

Sakineh Mohammadi-Ashtiani, írönsk kona, sem var dæmd til þess að vera grýtt til dauða fyrir lauslæti þarf jafnframt að þola 99 svipuhögg fyrir að hafa verið mynduð opinberlega án höfuðklæða.

Í viðtali við son hennar sem birtist í franska tímaritinu La Regle du Jeu segist sonurinn hafa heyrt um fyrirhuguð svipuhögg frá föngum sem hafi verið látnir lausir. Hann hafi síðan fengið þær sögur staðfestar frá dómara.

Breska blaðið The Times birti myndir af konu án höfuðklæða þann 28. ágúst síðastliðinn sem talið var að væri af Sakineh Mohammadi-Ashtiani. Hinn 3. september síðastliðinn var síðan upplýst að myndirnar væru alls ekki af henni. Sonur konunnar fullyrðir jafnframt að myndirnar séu ekki af henni.

Mohammadi-Ashtiani er 43 ára og tveggja barna móðir. Mál hennar hefur vakið alþjóðleg mótmæli. Yfirvöld í Teheran í Íran hafa brugðist við og ákveðið að fresta aftöku hennar.

— “af mannúðarástæðum”.Lokað er fyrir ummæli.