Hroki.

20. maí 2010

Umhverfisráðherra segir beiðni Magma um jarðhitarannsóknir í Hrunamannaafrétt, frá Flúðum og allt inn í Kerlingarfjöll, bera vott um yfirgang og tillitsleysi.
Fyrirtækið skuli sýna íslenskri þjóð mannasiði, beiðni þess raski vinnu við sátt um fýsilega virkjanamöguleika og náttúruvernd.
Magma Energy hefur farið þess á leit við Hrunamannahrepp að fyrirtækinu verði veitt leyfi til að ráðast í jarðhitarannsóknir í Hrunamannaafrétt, frá Flúðum og allt inn í Kerlingarfjöll, í samstarfi við sveitarfélagið. Sveitarstjórnarmenn hafa tekið vel í erindi fyrirtækisins, en eru engu að síður á móti raski á Kerlingarfjallasvæðinu enda náttúruperla sveitarfélagsins.

Umhverfisráðherra líst illa á fyrirætlanir fyrirtækisins.

„Mér finnst þetta nú fyrst og fremst sýna okkur það að þetta fyrirtæki ætlar sér eins langt og það kemst. Og það að nefna Kerlingarfjöll í þessari andrá, það er að segja einmitt núna þegar stjórnvöld eru að fara yfir rammaáætlun, þegar faghópur 1 hefur sérstaklega nefnt Kerlingarfjöll sem friðlýsingarkost þá finnst mér þetta sýna yfirgang og mér finnst þetta sýna tillitsleysi gagnvart stjórnvöldum og almenningi í þessu landi að fara fram með þessum hætti.“

Svandís er einnig ósátt við samskiptin við stjórnvöld en hún segir fyrirtækið hafa neitað að eiga samskipti við stjórnvöld um síðustu helgi „á ögurstundu.“

Hún segir mikilvægt að íslenskt samfélag sporni við erlendum fyrirtækjum sem vilji seilast í náttúruauðlindir landsins. Þeir eigi að sýna þjóðinni og stjórnvöldum mannasiði. Verið sé að vinna að rammaáætlun þar sem reyna á að ná sátt um það í hvaða röð virkjanamöguleikar annars vegar verði settir og hins vegar möguleikar til friðlýsingar. Allt séu þetta leiðir til þess að ná sátt um þessa hluti í íslensku samfélagi til framtíðar, með náttúruvernd og hagsmuni landsins að leiðarljósi.

Svandís vill meina að þarna séu yfirgangsöfl á ferðinni og að gjörðir þeirra endurspegli tillitsleysi.
__________________________________

Fyrirtæki eiga að sjáfsögðu að fara eftir íslenskum lögum, en
svona helv. hroki sem nefrignirinn Hr. Svavarsdóttir sýnir
er yfirgangur og tillitsleysi við BEIÐNI…!

VG hefur haft eitt ár til að skella á Canada / Sverge, en
hefur kosið að aðhafast ekkert fyrr en núna þegar kaupin
eru yfirstaðin.
Þessi stjórn er að biðja um að Aðal hrunaflokkurinn taki við
sem fyrst aftur með svona fáranlegri og ítrekaðri framkomu,
og það mun þeim takast.Lokað er fyrir ummæli.