Útlendingastofnun.

12. maí 2010

Það er eittkvað mikið að hjá útlendingastofnun íslands
og þessum lögum sem reynt er að framfylgja útfyrir bókstaf.
Nokkur mál undanfarið og alltaf öðrukvoru koma upp mál sem
eru svo langt útá túni svo grimm og ómanneskjuleg.

Stjórnvöld buðu henni hingað 2005 og núna hentar ÞEIM
ekki að hafa hana lengur hér á landi, á sama tíma og fólk
yfurgefur þetta guðdómslega land ef það mögulega getur.

Ég er “heppinn” og get farið til Noregs NÚNA,
og það er ekki stjórnvöldum að þakka….

————————————-

STJÓRNVÖLD SNÚA BAKI VIÐ FLÓTTAKONU

Útlendingastofnun hafnaði umsókn Jeimmy Andreu, 26 ára flóttakonu frá Kólumbíu, um búsetuleyfi á þeim forsendum að hún hefði ekki sýnt fram á lágmarksframfærslu á meðan hún var við nám í Fjölbrautaskólanum í Ármúla árið 2007, þegar hún hlaut námsstyrk frá Reykjavíkurborg, líkt og aðrir flóttamenn hafa fengið. Jeimmy var í hópi flóttakvenna sem íslensk stjórnvöld buðu til landsins eftir ráðgjöf frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Ólst upp í fátækrahverfi
Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva fæddist í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu árið 1983. Hún kom til Íslands fyrir tæpum fimm árum í boði íslenskra stjórnvalda þegar 24 kólumbískum flóttakonum, og börnum þeirra, var fundið nýtt heimili hér á landi. Jeimmy var eina barnlausa konan sem kom með hópnum árið 2005, en hún var aðeins 22 ára. Jeimmy kynntist útsendurum Rauða kross Íslands í nágrannaríkinu Ekvador en þangað hafði hún flúið frá Kólumbíu eftir að hafa orðið fyrir erfiðri lífsreynslu í fátækrahverfi í Bogotá, þar sem fíkniefnasala, glæpir og morð voru daglegt brauð.

Helgi Hrafn Guðmundsson (helgihrafn@dv.is)Lokað er fyrir ummæli.