Íslendingar og Icesave

10. febrúar 2010

Íslendingar viðurkenndu Icesave skuldbindingar í desember 2008
sem er svo sem ekki ný frétt. Fyrri stjórn draup höfði og
hefði kanski átt að gera eittkvað raunhæft.

“Heimir Már Pétursson-Vísir.is
Í drögum að lánasamningum íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga frá því 37 dögum áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sprakk, má skilja að Íslendingar hafi gengist við lágmarksskuldbindingum vegna Icesave og óskað eftir lánum frá Bretum og Hollendingum fyrir þessum skuldbindingum. Fyrrverandi utanríkisráðherra kannast ekki við að hafa séð þessi drög.

Fréttastofa hefur undir höndum drög að lánasamningum Íslands við Breta og Hollendinga frá 19. desember 2008, eða 38 dögum áður en ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sprakk, þar sem Íslendingar viðurkenna lágmarks skuldbindingar vegna Icesave og biðja Breta og Hollendinga að lána sér fyrir þeim, á verri kjörum en núgildandi Icesave lög gera ráð fyrir.

Í drögunum er vísað til sameiginlegar yfirlýsingar þessara aðila frá 11. október 2008, þar sem gert er ráð fyrir 6,7 prósent föstum vöxtum á láni til tíu ára, með engum afborgunum á höfuðstól fyrstu þrjú árin. Hins vegar verði greiddir vextir frá upphafi lánstíma sem hefði þýtt samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins að Íslendingar hefðu þurft að greiða 40 milljarða í vexti í apríl næst komandi. Þá voru engin uppsagnarákvæði í þessum samningsdrögum. Í núgildandi Icesave lögum er gert ráð fyrir fimm árum lengri lánstíma, 1,15 prósentustiga lægri vöxtum og engum kvöðum um afborganir hvorki á vöxtum né höfuðstól fyrstu sjö árin. Þá er hægt að segja upp núgildandi samningum, ef Íslendingar næðu t.d. betri lánakjörum annars staðar.

Samningsdrögin frá 19. desember sem fréttastofan hefur nú afrit af, höfðu gengið milli samningsaðila að minnsta kosti í þrígang og tekið breytingum. Meðal annars var bætt í þá ákvæði þar sem Íslendingar óska eftir lánum frá Hollendingum og Bretum fyrir skuldbindingunni sem Íslendingar hafa þá fallist á.

Ekki náðist í Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra vegna þessa máls, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segir að hún hafi aldrei séð þessi drög sem um ræðir og hvorki þau né innihald þeirra hafi verið rædd á ríkisstjórnarfundum né milli hennar og þáverandi forsætisráðherra.

Í ítarlegri grein í Fréttablaðinu í dag segir Indriði H. Þorláksson aðstoðarmaður fjármálaráðherra og samninganefndarmaður í síðari samningnum undir forsæti Svavars Gestssonar, að gögn sýni að samningaferlið hafi haldið áfram allt til endaloka ríkisstjórnar Geirs, í þríhliða viðræðum við Breta og Hollendinga. Ingibjörg Sólrún segir að ríkisstjórnin hafi aldrei fallist á fyrrgreind lánakjör og hafi talið að málið hafi núllstillst með Brussel viðmiðunum svo kölluðu og pólitískar viðræður hafi farið fram samhliða viðræðum embættismanna, um aðkomu Evrópusambandsins að málinu og lausn deilunnar um lánakjör. Pólitísk niðurstaða hafi því langt í frá verið kominn í málið.”

——————————–

“Reynt að knýja Íslendinga til samninga

Kristrún Heimisdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þáverandi utanríkisráðherra hefur sent fréttastofunni athugasemd vegna fréttar um samningsdrög um Icesave við Breta og Hollendinga. Hún segir að Indriði Þorláksson hafi sent fjölmiðlum afrit af skjali dagsettu 18. desember 2008, sem farið hafi á milli embættismanna í Hollandi, Bretlandi og Íslandi. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði hins vegar eftir þessum skjölum frá fjármálaráðuneytinu eftir birtingu greinar Indriða um málið í Fréttablaðinu í dag og fékk þau ekki frá Indriða.

Í athugasem sinni segir Kristrún að ýmis skjöl af þessu tagi séu til, enda hafi Bretar og Hollendingar margsinnis reynt að knýja Íslendinga til að ganga að tvíhliða lánasamningum sem Íslendingar töldu óaðgengilega, og höfðu samningsskjöl til reiðu með aðstoð íslenskra lögmannsstofa.

„Þetta skjal sætir því engum tíðindum og var aldrei borið undir ráðherra. Á þessum tíma var langt í land að samningar lægju fyrir enda lágmarksviðmið Íslands að ná pólitískum árangri á grundvelli ályktunar Alþingis um Brusselviðmið sbr. það sem segir í sameiginlegu minnisblaði fjármálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis til utanríkismálanefndar Alþingis frá 14. desember s.l.,“ segir Kristrún, en þar standi:

„Af hálfu Íslands var litið svo á að með hinum sameiginlegu viðmiðum væri komin upp ný staða í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga og að meira tillit yrði tekið til hinna fordæmalausu aðstæðna á Íslandi en gert hafði verið fram að því, svo sem í samkomulaginu frá 11. október. Í Brussel-viðmiðunum fælist n.k. núllstilling og var megintilgangur þeirra þríþættur. Í fyrsta lagi að losa um þá stíflu sem myndast hafði við afgreiðslu efnahagsáætlunar Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í öðru lagi að komast undan niðurstöðu gerðardómsins sem felldur var í kjölfar ECOFIN fundarins og í þriðja lagi að skapa grundvöll fyrir nýjum samningaviðræðum þar sem tekið yrði tillit til sérstaklega erfiðrar stöðu Íslands m.a. í formi hagstæðari lánakjara en þeirra sem fallist hafði verið á við Hollendinga mánuði fyrr.“

Í samtali við fréttastofu sagði Kristrún að eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá í jánúar 2009, hafi sú ríkisstjórn sem tók við einfaldlega hætt viðræðum um Icesave við Evrópusambandið.”
————

Frysta allt frá hrunameisturunum núna
sem átti að gera strax að … að minsta kosti.

Djö. erettaskemmtilegt mar.
Sjáiði Sjálfstæðisflokkinn — á bara að kjós´ann ?

Hinir eru svo sem ekki spennandi… eða… æ helv. f.f.

Ok vera smá jákvæður, gera tilraun:
hætta að horfa á Silfrið og Fréttir og og alls ekki
hlusta á Útvarp Sögu..

Fara í Polliana leik! - Hmm. Veit ekki.Lokað er fyrir ummæli.