Hells Angels

9. febrúar 2010

“Leiðtogi norskra Vítisengla handtekinn í Leifsstöð við komuna til landsins”

Ég tel að Hells Angels séu algerir englar miðað við íslensku
stjórnmálaflokkana (maskínuna) og marga stjónmálamenn
og siðblinda kerfiskarla/konur.
Skoðum bankana aðeins … nei það er of flókið,
einfaldara að eltast við stráka í leðurgöllum sem eru
merktir í bak og fyrir.

Svívirðan má halda áfram í bönkunum. Bjöggarnir, Jónar og Ólar
geta haft milljarða lán árum saman án þess að greiða afborganir en
almenningurinn má sko missa allt sitt STRAX ef þeir gera ekki eins
og Bankanum (þjónustufulltrúanum?) þóknast.

Það er þó tilbreyting að norskur stjörnu-lögfræðingur fari í mál
við Íslensk stjórnvöld fyrir Hellerana og kórdrenginn hann Leif
sem hefur aldrei verið dæmdur þótt lögreglan hafi fylgst með
honum árum saman.Lokað er fyrir ummæli.