Dýr málning.

25. janúar 2010

“Reglusamur borgari í fullri vinnu”.

Maður á fimmtugsaldri sem handtekinn var fyrir að hafa atað málningu
á hús Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, er í vinnu og
ekki þekktur fyrir óreglu.
Maðurinn var handtekinn síðastliðið föstudagskvöld og sleppt eftir
yfirheyrslur á laugardeginum, en hann er grunaður um að hafa skvett
málningu á hús annarra þjóðþekktra landráðsmanna undanfarna mánuði.

Meðal annarra sem hafa orðið fyrir málningarárásum af þessu tagi eru
Bjarni Ármannsson, Birna Einarsdóttir, Hannes Smárason,
Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson,
Steingrímur Wernersson og Lárus Welding.Lokað er fyrir ummæli.