Allt Tómt.

1. desember 2009

Röðin lengist í ár.

Fjölskylduhjálp Íslands er orðinn uppiskroppa með matvæli en
líknarfélagið biðlar til þjóðarinnar allrar að aðstoða félagið svo
það geti aðstoðað þá sem minna mega sín. Góðgerðarfélagið
hefur hingað til aðstoðað 49 þúsund einstaklinga á ári -
allt stefnir í að það met verði slegið í ár.

„Það er allt tómt, allar frystikistur, allir skápar” segir Ásgerður Jóna
en á síðasta miðvikudag komu 430 fjölskyldur til Fjölskylduhjálpar
en það er met hjá góðgerðasamtökunum.

Hún segir fjölskylduhjálp vera það líknarfélag sem hafi minnst til
ráðstöfunar yfir árið eða um 11 milljónir króna. Ásgerður segir féð
hafa verið nægt í bland við rausnarlega aðstoð fyrirtækja á árum áður
og það skilaði sér til 49 þúsund einstaklinga yfir árið.

En nú séu ótrúlegir tímar; 16 þúsund manns eru atvinnulausir
og enn þarf að aðstoða þann hóp, „sem hefur það bágborið,”
eins og Ásgerður orðar það.

„Við eigum nóg af flíkum en það vantar alltaf jólakjóla,” segir
Ásgerður Jóna og bendir á að fólk megi vera fyrr á ferðinni
vilji það gefa kjóla.

„Þetta fólk ber harm sinn í hljóði,” segir Ásgerður.

Símar Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892 9603.

Einnig er tekið á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands
bnr. 101-26-66090, kt. 660903-

________________________

Kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í 90 daga fangelsi
fyrir að rjúfa skilorð þegar hún stal tveimur nautalundum í Hagkaup
og kynlífseggi í versluninni Adam og Evu.

Nautalundirnar voru verðmetnar á rúmar tíu þúsund krónur og eggið
á tæpar fimm þúsund. Ákærða játaði skýlaust brot sín og í ljósi þess
að hún hefur á stuttu tímabili gerst sek um nokkur afbrot ákvað
dómurinn að dæma hana nú í 90 daga fangelsi.

Þá var karlmaður dæmdur í héraðsdómi í dag fyrir að stela svokölluðum
„demantsbolla” í Byko að verðmæti tæplega sjöþúsund króna og rjúfa
með því skilorð.
Hann var því dæmdur til þess að sæta fangelsi í þrjá mánuði.
Kannabisræktandi dæmdur.

________________________

Vá… já kominn tími til að einkver beri ábyrgð og taki út smá refsingu,
og þótt það séu fátæklingarnir nú sem endranær…auðveldara og minna
vesen með þessa smá krimma… svo hefur afbrotum fækkað á milli ára,
en fólk missir bótarétt hafni það vinnu djö…letingjar og afætur …
hvar er gapastokkurinn. Og þeir sem gefa fátækum eiga ekkert að gefa,
allt búið - allt tómt. Muna ekki benda á sökudólga… D Ó L G A R .

Ábyrgð … jæja við sjáum til eftir 80 ár.Lokað er fyrir ummæli.