Rúmlega 3 ár í Noregi…

20. ágúst 2013

Ritað fyrir rúmlega 3 árum.

Spennandi, verðum í Noregi seinni parts Maí mánaðar,
gott mál… ég er sáttur.

Málið kemur fljótt held ég, danskan þokkaleg
enda dvaldi kallinn nokkur ár í DK á síðustu öld
ætti að hjálpa til með norskuna…hmm.

Plús 3ja ára gamli snáðinn minn lærir málið
á nóinu og kennir gamla settinu.

ne.. Danskan þvælist bara fyrir. en sonurinn
er orðinn 6 ára og byrjaður í skóla.

Hættur að Bögga.
10. júní 2010
Þá er kallinn fluttur til Noregs með konu og barn.
Ó já, fylltum litla bílinn af eldhúsdóti, fötum
og persónulegum munum, (alveg ótrúlegt hvað
hægt var að troða í Ópelinn)
keyrðum á Seyðisfjörð um borð í Norrænu til
DK og þaðan með annari ferju til Noregs.
8 mánaða atvinnuleysi og óvissan,
nei ó nei, ekki meir…það líf kemur aldrei aftur
sem einu sinni deyr…
Hætti hér með að bögga landann og óska Íslandi
alls hins besta og fólkinu sem þar býr :)

——————————————–

Fyrirtækið sem ég vann hjá er “farið yfir um”
fyrir nokkrum mánuðum, ég er “online” og hef fengið
nokkra tékka, - ekki með SCAM prógrömmum sem er
nó af og ég vidurkenni ad hafa keypt kúrsus og prógrömm
sem lofa ØLLU en svo er ekkert á bak við þad nema
tapaður tími og stundum peningar, sem sagt scam.

En það er sem betur fer fullt af heiðarlegum business á
netinu, - online sem offline.

Ég segi þetta því ég er spurður kvort ég sé að senda allt
og öllum scam email með bla bla tilboðum… Margir eru
leyðinlega neikvæðir og spyrja kvort ég ætli ekki að fara
að hætta þessu online dæmi, en ég held það sé af fáfræði
og það eru fréttir ef eittkvað neikvætt kemur upp online.

hugsað upphátt ;)

GT

Fyrirsætan Jordan gefur út ævisögu sína- í fimmta sinn.

Glamúrfyrirsætan Jordan, eða Katie Price, lætur aldrei deigan síga
og eftir þrjú hrikalega erfið ár að hennar eigin sögn gefur hún út ævisögu sína.

Það er kannski ekki frásögufærandi nema því þetta er jú Jordan
og vegna þess að þetta er fimmta bindi ævisögu hennar.

Hún er aðeins 33 ára…

Auðmanni bjargað aftur
Jón Trausti Reynisson skrifar í DV
____________________________

Það fannst ekkert athugavert lagalega, sagði Arion banki,
þegar horft var yfir feril Ólafs Ólafssonar,
áður en 64 milljarðar voru afskrifaðir af skuldum hans.

Saga Ólafs í Samskipum er skólabókardæmi um hvernig niðurstaðan verður af uppgjörinu eftir hrunið. Ólafur er líklega þekktastur fyrir að hafa flutt inn stórstjörnuna Elton John til að spila í afmælinu sínu. Hann var næststærsti eigandi Kaupþings, sem nú heitir Arion banki. Svo lenti hann í vandræðum snemma árs 2008 því hann réð ekki við skuldirnar sínar.

Tilfellið var að Citibank í Bandaríkjunum hafði lánað honum fyrir hlutabréfum í Kaupþingi. Strangir skilmálar voru fyrir láninu. Þegar hlutabréfin í Kaupþingi höfðu lækkað í verði og Citibank ætlaði að taka þau yfir, eins og skilmálarnir kváðu á um, ákvað Kaupþing að stíga fram fyrir skjöldu og bjarga eiganda sínum. Kaupþing lét Ólaf, eiganda sinn, fá risalán svo hann gæti borgað upp lánin hjá Citibank, sem hann var ekki talinn ráða við. Áhættan var þannig færð úr erlenda bankanum yfir til íslenska bankans.

Þannig voru hagsmunirnir komnir í hring. Bankinn lánaði Ólafi til að hann gæti átt áfram hlutabréf í bankanum, því ef hann hefði ekki gert það, hefðu hlutabréfin endað á markaði og eðlilegt verð fengist á þau. Rétt og raunverulegt verð á hlutabréfum bankans hefði rústað fjárhag bankans, því hann hafði galdrað fram eignir með því að lána til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. Björgun Ólafs var ein skýjahöllin í skýjaborg íslenska efnahagslífsins.

Þegar almenn vitneskja varð um að íslenska bankakerfið væri að stórum hluta byggt svona upp – að það væri án stoða – hrundi það. Það hafði aðeins haldist uppi á trúnni einni og saman. Það var tálsýn, sem haldið var uppi af innanbúðarmönnum í bankakerfinu og stjórnmálamönnum sem settu ímynd framar í forgangsröðina en raunveruleika. Þannig gat verið í lagi, eða jafnvel skylda, að halda Ólafi sem gervieiganda til að viðhalda ímyndinni um að allt væri í lagi.

Fyrri björgun Ólafs Ólafssonar var liður í stóru lyginni í íslensku efnahagslífi. Fjallað var um viðskiptafléttu Ólafs og Kaupþings í Rannsóknarskýrslu Alþingis um efnahagshrunið. Þegar hún kom út í fyrra veltu margir fyrir sér hver yrði niðurstaðan úr slíkum málum. Niðurstaðan er komin. Niðurstaðan er seinni björgun Ólafs Ólafssonar, sem tryggir honum framhaldslíf í íslenskum viðskiptum.

Arion banki, arftaki Kaupþings, hefur nú komið Ólafi Ólafssyni til bjargar á ný. Í vikunni afskrifaði bankinn 64 milljarða af skuldum hans, sem stofnað var til í þeim tilgangi að blekkja markaðinn og halda uppi hlutabréfaverði. Bankinn hefur kannað rekstur félags Ólafs, sem um ræðir, og komist að því að ekkert hafi verið athugavert, sem hægt væri að rifta. Ólafur fékk milljarða í arð fyrir hlutabréfin í bankanum, sem hann fékk að láni, og verður ekkert amast við því. Hann ræður áfram yfir milljarðaeignum og lifir vel í Sviss.

Þetta hljómar ekki siðferðislega rétt eða sanngjarnt. En bankar hafa ekki siðferði, jafnvel þótt Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fari fram á það. Arion banki reiknaði bara út að svona myndi hann koma best út í krónutölu. Vandinn var nefnilega að Ólafur hafði gert samning við bankann sem hann átti um að hann myndi hagnast á falli krónunnar. Og krónan hrundi á sama tíma og bankinn, sem blásinn hafði verið upp af Ólafi og félögum. Samningurinn var svo góður að Arion banki treysti sér ekki í dómsmál vegna hans. Auk þess hafði bankinn ekki krafið þáverandi eiganda sinn um persónulegar ábyrgðir fyrir lánunum, eins og venjulegt fólk þarf að undirgangast.

Svona endurtekur þetta sig. Uppvakningar góðærisins rísa upp úr rústum eigin skýjaborgar og eru aftur farnir að ganga. Ekki er ólíklegt að við munum ranka við okkur eftir nokkur ár og sjá að eigendur bankanna verða margir hinir sömu og fyrir hrun. Þá geta þeir aftur farið að semja við sjálfa sig.

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður lagði til á dögunum að embætti sérstaks saksóknara verði lagt niður. Nú í október eru hins vegar skipulögð mótmæli 99% almennings í 1.400 borgum um allan heim gegn ríkasta 1%, sem er sterklega grunað um að hafa í raun sankað að sér auði undanfarin ár með lygum, svindli og þjófnaði.

Rigninga Sumar í Norge.

10. september 2011

Ég er vanalega ekki upptekinn af veðrinu en það hefur nánast rignt út í eitt þetta sumarið sem er senn á enda og það er allt í lagi nema það að vegir og önnur mannvirki eru að skola burtu hist og her. Og það í “einu” ríkasta landi heims, en jú það rignir hér þrátt fyrir það. Noregur var með fátækustu löndunum þar til olían fannst…

Hefur þú séð þetta fría apparat sem finnur besta…(mammon allsstaðar:)
En sem sagt lasta niður og nota til þess að finna besta verðið það er alltaf frítt, cool!

Nei… mæli med Amazon

Kalt í Norge

30. desember 2010

Bý og vinn í Kristiansand, dásamlega fallegur staður.

Fyrstu jólin hér, áramótin framundan og “kallinn” í frýi.
Fór í Bíó - Kvikmyndahús / Kínó ;^] í gærkvöldi og tók
eftir umgengni innfæddra versus samlanda minna…jam.

Hér er alltaf stilla skil ekki hvað verður um allt þetta rok
sem mar sér á kortunum koma æðandi frá Íslandi til Noregs,
það kemur alltént ekki hingað “að minnsta kosti”.

Erum boðin í mat á næstunni í Íslenskt lambalæri, vá…

Norskt lamb fær ekkert stig frá mér, á stórt norskt
lambalæri í frysti og get ekki hugsað mér að borða það
eftir reynslu mína af tilraunum konu minnar til að matreiða
norskt lamb og er hún samt góður kokkur.

Jamm frostið fer í -15 gráður … núna er þægilegt ca. -3

Múhammed og mannúð.

5. september 2010

Níutíu og níu svipuhöggum bætt við dauðarefsingu

Sakineh Mohammadi-Ashtiani, írönsk kona, sem var dæmd til þess að vera grýtt til dauða fyrir lauslæti þarf jafnframt að þola 99 svipuhögg fyrir að hafa verið mynduð opinberlega án höfuðklæða.

Í viðtali við son hennar sem birtist í franska tímaritinu La Regle du Jeu segist sonurinn hafa heyrt um fyrirhuguð svipuhögg frá föngum sem hafi verið látnir lausir. Hann hafi síðan fengið þær sögur staðfestar frá dómara.

Breska blaðið The Times birti myndir af konu án höfuðklæða þann 28. ágúst síðastliðinn sem talið var að væri af Sakineh Mohammadi-Ashtiani. Hinn 3. september síðastliðinn var síðan upplýst að myndirnar væru alls ekki af henni. Sonur konunnar fullyrðir jafnframt að myndirnar séu ekki af henni.

Mohammadi-Ashtiani er 43 ára og tveggja barna móðir. Mál hennar hefur vakið alþjóðleg mótmæli. Yfirvöld í Teheran í Íran hafa brugðist við og ákveðið að fresta aftöku hennar.

— “af mannúðarástæðum”.

Hættur að Bögga.

10. júní 2010

Þá er kallinn fluttur til Noregs með konu og barn.

Ó já, fylltum litla bílinn af eldhúsdóti, fötum
og persónulegum munum, (alveg ótrúlegt hvað
hægt var að troða í Ópelinn)
keyrðum á Seyðisfjörð um borð í Norrænu til
DK og þaðan með annari ferju til Noregs.

8 mánaða atvinnuleysi og óvissan,
nei ó nei, ekki meir…það líf kemur aldrei aftur
sem einu sinni deyr…

Hætti hér með að bögga landann og óska Íslandi
alls hins besta og fólkinu sem þar býr :)

Hroki.

20. maí 2010

Umhverfisráðherra segir beiðni Magma um jarðhitarannsóknir í Hrunamannaafrétt, frá Flúðum og allt inn í Kerlingarfjöll, bera vott um yfirgang og tillitsleysi.
Fyrirtækið skuli sýna íslenskri þjóð mannasiði, beiðni þess raski vinnu við sátt um fýsilega virkjanamöguleika og náttúruvernd.
Magma Energy hefur farið þess á leit við Hrunamannahrepp að fyrirtækinu verði veitt leyfi til að ráðast í jarðhitarannsóknir í Hrunamannaafrétt, frá Flúðum og allt inn í Kerlingarfjöll, í samstarfi við sveitarfélagið. Sveitarstjórnarmenn hafa tekið vel í erindi fyrirtækisins, en eru engu að síður á móti raski á Kerlingarfjallasvæðinu enda náttúruperla sveitarfélagsins.

Umhverfisráðherra líst illa á fyrirætlanir fyrirtækisins.

„Mér finnst þetta nú fyrst og fremst sýna okkur það að þetta fyrirtæki ætlar sér eins langt og það kemst. Og það að nefna Kerlingarfjöll í þessari andrá, það er að segja einmitt núna þegar stjórnvöld eru að fara yfir rammaáætlun, þegar faghópur 1 hefur sérstaklega nefnt Kerlingarfjöll sem friðlýsingarkost þá finnst mér þetta sýna yfirgang og mér finnst þetta sýna tillitsleysi gagnvart stjórnvöldum og almenningi í þessu landi að fara fram með þessum hætti.“

Svandís er einnig ósátt við samskiptin við stjórnvöld en hún segir fyrirtækið hafa neitað að eiga samskipti við stjórnvöld um síðustu helgi „á ögurstundu.“

Hún segir mikilvægt að íslenskt samfélag sporni við erlendum fyrirtækjum sem vilji seilast í náttúruauðlindir landsins. Þeir eigi að sýna þjóðinni og stjórnvöldum mannasiði. Verið sé að vinna að rammaáætlun þar sem reyna á að ná sátt um það í hvaða röð virkjanamöguleikar annars vegar verði settir og hins vegar möguleikar til friðlýsingar. Allt séu þetta leiðir til þess að ná sátt um þessa hluti í íslensku samfélagi til framtíðar, með náttúruvernd og hagsmuni landsins að leiðarljósi.

Svandís vill meina að þarna séu yfirgangsöfl á ferðinni og að gjörðir þeirra endurspegli tillitsleysi.
__________________________________

Fyrirtæki eiga að sjáfsögðu að fara eftir íslenskum lögum, en
svona helv. hroki sem nefrignirinn Hr. Svavarsdóttir sýnir
er yfirgangur og tillitsleysi við BEIÐNI…!

VG hefur haft eitt ár til að skella á Canada / Sverge, en
hefur kosið að aðhafast ekkert fyrr en núna þegar kaupin
eru yfirstaðin.
Þessi stjórn er að biðja um að Aðal hrunaflokkurinn taki við
sem fyrst aftur með svona fáranlegri og ítrekaðri framkomu,
og það mun þeim takast.

Útlendingastofnun.

12. maí 2010

Það er eittkvað mikið að hjá útlendingastofnun íslands
og þessum lögum sem reynt er að framfylgja útfyrir bókstaf.
Nokkur mál undanfarið og alltaf öðrukvoru koma upp mál sem
eru svo langt útá túni svo grimm og ómanneskjuleg.

Stjórnvöld buðu henni hingað 2005 og núna hentar ÞEIM
ekki að hafa hana lengur hér á landi, á sama tíma og fólk
yfurgefur þetta guðdómslega land ef það mögulega getur.

Ég er “heppinn” og get farið til Noregs NÚNA,
og það er ekki stjórnvöldum að þakka….

————————————-

STJÓRNVÖLD SNÚA BAKI VIÐ FLÓTTAKONU

Útlendingastofnun hafnaði umsókn Jeimmy Andreu, 26 ára flóttakonu frá Kólumbíu, um búsetuleyfi á þeim forsendum að hún hefði ekki sýnt fram á lágmarksframfærslu á meðan hún var við nám í Fjölbrautaskólanum í Ármúla árið 2007, þegar hún hlaut námsstyrk frá Reykjavíkurborg, líkt og aðrir flóttamenn hafa fengið. Jeimmy var í hópi flóttakvenna sem íslensk stjórnvöld buðu til landsins eftir ráðgjöf frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Ólst upp í fátækrahverfi
Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva fæddist í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu árið 1983. Hún kom til Íslands fyrir tæpum fimm árum í boði íslenskra stjórnvalda þegar 24 kólumbískum flóttakonum, og börnum þeirra, var fundið nýtt heimili hér á landi. Jeimmy var eina barnlausa konan sem kom með hópnum árið 2005, en hún var aðeins 22 ára. Jeimmy kynntist útsendurum Rauða kross Íslands í nágrannaríkinu Ekvador en þangað hafði hún flúið frá Kólumbíu eftir að hafa orðið fyrir erfiðri lífsreynslu í fátækrahverfi í Bogotá, þar sem fíkniefnasala, glæpir og morð voru daglegt brauð.

Helgi Hrafn Guðmundsson (helgihrafn@dv.is)